þriðjudagur, 8. janúar 2013

Fyrsta stopp New York CITY!

Ég ætla að reyna eftir bestu getu (og internet-tengingum) að blogga um lífið og tilverunni í bakpokanum. Erum auðvitað á seinustu stundu að klára allt, gera og græja, pakka í tösku og pakka í kassa og kveðja vini og vandamenn.

Það er óhætt að segja að ég sé töluvert spenntari heldur en meistari Valberg, búin að ganga um með glottið allann hringinn seinustu vikur og brjótast reglulega út í dans og láta einsog vitleysingur.

Annars er þetta gróflega ferðaplanið:
Keflavík-New York
  • Þar munum við gista hjá Ann frænku næstu 3 næturnar og hafa það ljúft, versla sem þarf að versla fyrir herlegheitin, kíkja aðeins á New York og ég mun af öllum líkindum fullkomlega tjúllast af gleði og fá grimmasta hálsríg sem sögur fara af við að reyna að sjá allt.
New York-Toronto
  • Stutt stopp í Toronto þar sem planið er að kíkja á Niagra Falls en annars ágætis plan B að röllta um Toronto. Lendum snemma um morgun og förum seint um kvöld.
Toronto-Santiago Chile
  • Fyrsti áfangastaðurinn í Suður Ameríku verður Santiago.
Þar sem við höfum lítið planað nema hvaða landa við heimsækjum og því get ég ekki gefið upp neitt miklar ferðaupplýsingar enn sem komið er. En eftirfarandi lönd ætlum við að heimsækja:
  • Chile
  • Bolivia
  • Perú
  • Ecuador
  • Colombia
En sem komið er höfum við planað sirka "give-or-take" 3 vikur í hverju landi. Við eigum enn eftir að kaupa flugmiða frá Colombiu til New York en það er allt á næsta 3ja daga planinu.

Heim munum við svo fljúga frá New York til Íslands þann 11. maí.
Eins gott að það verði komið blússandi vor þegar við komum.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ krakkar,

Góða ferð og gangi ykkur allt í haginn. Djöfull öfunda ég ykkur...

Kveðja,
Siggi Arent

Nafnlaus sagði...

GÓÐA SKEMMTUN ;) og farið varlega!

Kv. Helga mamma