föstudagur, 11. janúar 2013

Gengið í hringi í NY

Það er óhætt að segja að ég sé komin með góðann hálsríg eftir að hafa labbað  í hringi í einn dag í New York. Dásamlegt engu að síður. Var samt hundveik sem setti samt babb í bátinn, en ekkert sem ekki er hægt að drepa með þrjósku og bjartsýni. Farin að jafna mig núna og hlakka óneitanlega til að komast í hlýjuna og sólina.

Áttum ágætis dag í gær þar sem við byrjuðum á því að labba New York á enda að leita að diner sem hvergi fannst og við skildum ekki neitt í neinu þar sem þessar elskur ætti að vera allstaðar og enduðum á að gefast upp.
Eftir að hafa verslað nauðsynjar fyrir ferðalagið langa og fundið bari og týnt þeim, gengið í hringi og allt það fórum við í afmælismat til frænda míns og fjölskyldu (bróðir Ann sem við gistum hjá) og áttum þar bráðskemmtilega kvöldstund og var gaman að komast inní svona heimahússtemmingu og kynnast öðru en túristahliðinni hérna.

Egg og beikon kallar.

-Big D

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jú gó beib. Góða ferð Dögg och Stefán.
Ýrslan.